top of page

Dúkkuvaggan frá DóraafaÉg var held ég 8 ára þegar Dóriafi var á Höfn hjá okkur en hann bjó á Vopnafirði þá. Hann smíðaði mikið, brú yfir lækinn hjá okkur, hest fyrir mig, stultur og bara allt milli himins og jarðar. Ég man að ég bað hann um að búa til dúkkuvöggu fyrir mig. Langur tími leið og ég hélt að afi hefði bara gleymt sér, og ég pældi ekkert meira í þessu. Svo allt í einu alveg þónokkru seinna kemur pakki til mín frá Vopnafirði og í henni var þessi risastóra gullfallega vagga. Hrafnkatla sem er tæplega 4 mánaða passar vel í hana svo þið getið ímyndað ykkur hversu stór hún er. Mér þykir virkilega vænt um þessa mublu og veit að Dóriafi hefði haft gaman að því að sjá barnabarnabörnin sín nota hana.


Litla daman kát í vöggunniKommentare


bottom of page