top of page

Fæðingarsagan mínÞetta var ég ákveðin í að skrifa niður!

Ég var sett 19.mars með Hrafnkötlu Sjöfn og hafði meðgangan verið, já bara frekar erfið framan að.

Meðgangan byrjaði á því að ég fékk taugaáfall því ég hélt að ég hefði mist fóstrið og það bókstaflega sagt orðrétt við mig. Þetta tók rosalega á andlega og var mjög erfitt en viti menn, litla baunin var bara spræk þegar við fórum í snemmsónar. Þetta hafði þau áhrif á meðgönguna að ég var alltaf mjög hrædd og gat ekki almennilega notið hennar. Til að toppa þetta var ég með fylgjuna framan á þannig ég fann ekki eins mikið fyrir hreyfingum.

Ég þurfti svo líka í alls kyns rannsóknir þar sem vaxtarhormónið hjá mér var lágt sem þýðir að það getur haft áhrif á vöxt barnsins í bumbunni. Í kjölfarið var ég í eftirfylgni bæði hjá meðgönguvernd og svo hjá fæðingarlæknum til að athuga hvort litla væri ekki að stækka eins og skyldi.


En þrátt fyrir þessa erfiðleika, grindargliðnun síðan á 16 viku svo mikla að ég þurfti að hætta að vinna og meðgöngueitrun, þá myndi ég gera þetta allt aftur fyrir elsku Hrafnkötlu Sjöfn mína. Eins og flest allar mæður segja - það toppar ekkert tilfinninguna að fá barnið þitt í hendurnar.


Aðfaranótt 7.mars, komin 38+2 daga, var ég búin að vera vakandi í 2 sólarhringa með mikla magakveisu. Hélt engu niðri og bjó bara á klósettinu. Ég var farin að sofa og svo allt í einu leið mér eins og ég væri að pissa á mig. Ég kíki og sé að það er eins og smá vökvi og hugsa strax "ekki er ég að missa vatnið?" Ég vek Skafta og segi honum í djóki “hvað ef ég er bara að missa vatnið”. Ég fer svo fram á klósettið og þegar ég lengst upp í aftur byrjar aftur að leka enn meira. Þarna var ég orðin frekar viss um að eitthvað væri að gerast og um leið og ég stóð upp úr rúminu lenti ég í bíómyndaatriðið sem við höfum öll séð en það bara var eins og einhver hafi sprengt vatnsblöðru og það gossaði niður vatnið. Þarna fékk ég loksins staðfestinguna mína á því að ég væri nú bara að missa vatnið! Við hringjum upp á deild og konan sem svaraði segir við okkur að þetta hljómi eins og ég hafi verið að missa vatnið en ég eigi að koma um morguninn í skoðun til þeirra ef ekkert gerðist.


Ég gat kannski sofið í klukkutíma um nóttina því það var eeeendalaust að leka vatn. Við förum upp eftir morguninn eftir þar sem ég fer í tékk og við komumst að því að það er bara ekkert að frétta. Þegar þú missir vatnið gefa þau þér sólarhring til að fara sjálf af stað og eftir það þarftu að vera sett af stað. Við förum bara heim og gerum okkur grein fyrir því að þetta barn er bara að fara að mæta í heimin fljótlega! Sem betur fer var ég með allt klárt svo dagurinn fór bara í að dunda sér heima og reyna að melta það að við værum að fara að vera foreldrar. Þetta var ótrúleg tilfinning því þetta er eitthvað sem þú ert búin að vita í 9 mánuði en svo um leið og þetta er að fara að gerast að þá er maður eins og maður viti ekkert hvað maður á að gera.

Allavega, ekkert skeði á þessum sólarhring þannig kl 8 8.mars fórum við upp á spítala og ég fékk fyrstu pilluna til að verða sett af stað. Ég þurfti svo að fá sýklalyf í æð og ég varð svooo veik af því. Við fórum svo bara heim um hádegi því núna þurfti ég að taka töflur á tveggja tíma fresti allan daginn. Það var ekki fyrr en um 15 þegar ég byrja að finna almennilega fyrir hríðum. Þar sem ég var sett af stað fékk ég ekki mikla hvíld á milli hríða yfirleitt alltaf 2-3 mínútur á milli. Við áttum að koma upp á spítala í tékk aftur kl 17 en mamma og Skafti vildu að ég færi fyrr því það var alltaf svo stutt á milli, en ég ákvað að vera bara heima.

Þegar við komum upp á spítala kl 17 tékkuðu þær á útvíkkun og var ég þá komin með 3 cm. Af því það var svo stutt á milli ákváðum við að fara ekki aftur heim heldur vera bara upp á deild. Kl 18 var ég búin að fá 5 töflur og þarna var þetta farið að vera alvöru hríðar og stutt á milli. Ég sat á jógabolta allan tíman og gerði öndunaræfingar, sem ég held að hafði bjargað mér í þessu öllu, að hafa stjórn á önduninni!


Þar sem ég missti vatnið mátti ég ekki fara í bað sem mér fannst mjög erfitt því ég hafði alltaf hugsað mér að vera í baði á þessum tíma í ferlinu en í staðin fékk ég sjóðandi heita bakstra á bakið, því þar fann ég langversta verkin. Skafti var svo í fullri vinnu við að gera mjaðmakreistur og belive me þær virka svo sjúklega vel!

Um kl 21 er ég orðin mjög kvalin og þreytt, enda ekki búin að sofa í 3 sólarhringa. Ljósmóðirin tékkar á mér og þá er ég bara komin með 4 í útvíkkun. Ég var orðin örmagna og bið um mænudeyfingu, sem er eitthvað sem ég ætlaði að reyna að sleppa við, en þarna var það eini kosturinn svo ég gæti hvílt mig fyrir átökin. Ég lenti svo í algjöru bíómyndaatriði þegar að svæfingalæknirinn kom kl 22 til að deyfa mig. Hann var að fara að stinga nálinni inn þegar það kemur rauður keisari í næsta herbergi og þarf að rjúka út. Þarna hélt ég að ég væri ekki að fara að makea þetta því það var svo vont að vera búin að undirbúa sig fyrir að fá verkjalyf og svo er það bara rifið frá manni, og maður er nú ekki í besta ástandinu til að vera að hugsa jákvætt akkúrat þarna.

Allavega það var þá bara að leggjast á bekkinn og reyna að anda þangað til að hann kæmi aftur. Ljósmóðirin mín vildi að ég prufaði glaðloft en ég harðneitaði því í góðan tíma því ég vildi ekki verða meira óglatt en ég var nú þegar. En ég loksins fékkst til að prófa það á lægstu stillingunni og það hjálpaði mér mjög mikið! Ég lá að rugga löppunum mínum fram og til baka og ég man að ég var að hugsa um gamla stóra klukku heima hjá frænku minni þar sem þú sérð svona stóran vísi rugga fram og til baka á hverri sekúndu og ruggaði mér í takt við það.

Loksins kom svo svæfingalæknirinn kl 23:50 en þarna var ég farin að finna mikinn þrýsting. Ég pældi ekkert í því að biðja þær um að skoða mig aftur því ég hafði bara verið með 4cm útvíkkun stuttu áður. Um leið og hann er að stinga finn ég miiiikin þrýsting niður og segi þeim það þegar hann var búin að sprauta mig (sem tekur 15 mín ca að virka). Þær tékka og þá er ég bara komin með 10 í útvíkkun og hafði ekkert við þessa mænudeyfingu að gera! Ég átti bara að byrja að rembast strax!

Frá því að ég mátti byrja að rembast og þangað til að hún fæddist, leið tímin fyrir mér eins og 5 mínútur því það var svo góð tilfinning að fá loksins að rembast með! En litla daman fæðist svo kl.00:53 þann 9.mars. 47 cm og rúmar 12 merkur af fullkomnun.

Hún var með svo stuttan naflastreng að ég gat ekki sett hana alveg strax á bringuna heldur bara á bumbuna en vá, þetta er magnaðasta tilfinning í heimi að fá barnið þitt loksins í hendurnar. Og það er satt sem að allir segja þér. Þó þetta sé það erfiðasta og versta sem maður gerir, þá gleymist það allt um leið og þú færð barnið þitt í hendurnar!

Við vorum búin að ákveða nafnið fyrir löngu og ég sagði nafnið um leið og hún fæddist og vá hvað það átti við hana, kraftmikil og dugleg stelpa sem hún er.Comments


bottom of page