top of page

Roadtrip í Skagafjörð


Seinustu helgi ákváðum við litla fjölskyldan að skella okkur í smá ferð yfir í Skagafjörð. Ferðinni var heitið á Narfastaði en planið var að mynda aðeins fyrir vinkonur okkar. Við fengum alveg æðislegt veður 20° hita og skýjað sem er alveg fullkomið ljósmyndaveður! Þetta var fyrsta skipti sem Hrafnkatla ferðast innanlands fyrir utan læknaferðir til Reykjavíkur.

Litla daman svaf eins og engill fram og til baka í bílnum svo þetta verður vonandi eitthvað sem við gerum meira af í sumar.


Hrafnkatla var svo heppin að fá að fara í fyrsta skipti á hestbak hjá Freydísi vinkonu okkar á gæðingin Ösp frá Narfastöðum. Við vorum lengi á Narfastöðum og fórum svo seinnipartinn í Hofsstaðasel til Tóta frænda og Guðnýjar í kaffi. Mikið rosalega var þetta skemmtileg ferð! Læt fylgja með myndir úr ferðinni.Comments


bottom of page